5. September 2023

XRP

ismynt.is

Ripple er fyrirtæki í einkaeigu sem þróar greiðslu og verslunar kerfi ofan á bálkakeðju sem er kölluð XRP eða einfaldlega Ripple. Aðal markmið Ripple er að tengja saman banka, fjármálastofnanir, greiðsluveitendur og þjónustuveitendur sýndareigna, og veita hraðari og hagkvæmari greiðsluleiðir.

Ripple virkar sem dreyfð efnahagsumgjörð sem geymir bókhald yfir inneignir veskja en opnar einnig fyrir verslun með gjaldeyri á milli fjölda mögulegra gjaldeyra eða tókena innan Ripple kerfisins.

Ripple notast ekki við svokallað Proof Of Work einsog Bitcoin gerir, og treystir því ekki á svokallaðan námugröft til að viðhalda kerfinu. Ripple notast við sitt eigið samstöðu reiknirit sem kallast Ripple Protocol Consensus Algorithm (RPCA), sem er keyrt af sjálfstæðum aðilum. Hver sem er getur keyrt nóðu a kerfinu og einnig valið hvaða nóður hann kýs að treysta á.

Árið 2020 lagði Fjármálaeftirlit Bandaríkjana fram kæru á hendur Ripple varðandi sölu þeirra á XRP rafmyntinni, kæran varðaði það að rafmyntin átti að vera flokkuð sem verðbréf samkvæmt eftirlitinu. Eftir áralöng málaferli komst alríkisdómari hinsvegar að því að XRP á ekki að flokkast sem verðbréf nema að litlu leiti, og brugðust markaðir við því með sterkri uppsveiflu sumarið 2023. Hinsvegar virðast ekki öll kurl vera komin til grafar í þessum efnum og ennþá á eftir að úrskurða endanlega um þetta mál sem mun að öllum líkindum hafa víðtæk áhrif á rafmyntaheiminn allan.

Frekari upplýsingar

Verðþróun