11.518.164 ISK
7. Desember 2025
Á tímum hnignandi heimsvelda er gjaldmiðillinn fyrsta fórnalambið
Pétur Sigurðsson, stofnandi ismynt ehf.
Á þessu ári hafa vindar breytinga farið um heiminn og ekki síst Bandaríki norður ameríku. Áherslur hafa breyst, bandalög brostið og stórar ákvarðanir teknar sem hafa miklar afleiðingar fyrir heiminn allan. Margir bera þessa tíma saman við hnignun Rómaveldis, og fara þá Bandaríkin með hlutverk Rómar sem hið hnignandi heimsveldi, og Trump með hlutverk Caligula. En eitt er víst að við hnignun hvers heimsveldis, er eitt af fyrstu fórnalömbunum gjaldmiðillinn.
Undanfarna mánuði hefur bandaríkjadalur, sem lengi hefur verið burðarás heimsins í viðskiptum og varasjóðum, sýnt veikleikamerki sem vekja upp spurningar um stöðu hans til framtíðar. Skuldastaða Bandarísku ríkisstjórnarinnar, gífurlegur halli á ríkisrekstri og af-dollara-væðing annarra stórþjóða, grafa stöðugt undan gjaldmiðlinum. Það er því ekki nema von að í umhverfi þar sem verðbólga er viðvarandi og pólitísk spenna eykst, leita fjárfestar og venjulegt fólk að vörn gegn veikleika hefðbundinna gjaldmiðla.
Bitcoin, Stafræna gullið
Þar sem Bitcoin ber einkenni sem gerir það afar þrautseigt gagnvart almennum gjaldmiðlum hefur það oft verið kallað "stafrænt gull". Bitcoin hefur fast þak á myntum sem eru í boði og því er svo gott sem engin, og jafnvel neikvæð, verðbólga þegar kemur að BTC. Aðeins verða 21 milljón Bitcoin nokkurntíman til og er sá skortur í algjörri andstöðu við hefðbundna gjaldmiðla eins og bandaríkjadollarann, sem prentaður er í ótakmörkuðu magni.
CZ og Peter Schiff á kappræðum um tákngert gull og Bitcoin
Tákngert Gull, Nútímaleg nálgun á fornri vörn
Tákngert gull er nýstárleg leið til að eiga gull. Þessi stafrænu tákn eru studd af gullforða sem er geymdur í öruggum hvelfingum (t.d. PAXG) og táknar hvert tákn hluta af raunverulegu gulli. Þetta sameinar sannaðan stöðugleika gulls sem fjárfestingu og vernd gegn verðbólgu við virkni og flytjanleika bálkakeðjutækninnar. Þú getur keypt, selt og fært gull hvar sem er í heiminum, allan sólarhringinn, á augabragði. Nýleg gögn sýna að magn viðskipta með táknað gull hefur aukist verulega árið 2025, og í sumum tilfellum farið fram úr helstu hefðbundnum kauphallarsjóðum í gulli.
Á tímum heims-pólitískrar óvissu og þegar gullverð hefur náð sögulegum hæðum, býður tákngert gull upp á leið fyrir fjárfesta til að verja sig gegn veikleika almennra gjaldmiðla án þess að þurfa að takast á við flókna flutninga eða geymslu efnislegs gulls.
Verðþróun PAXG, tákngerðs gulls
Verðþróun